Stokkasund 6, 801 Selfoss
24.900.000 Kr.
Sumarhús
0 herb.
58 m2
24.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1991
Brunabótamat
17.260.000
Fasteignamat
16.900.000

EIGNAMARKAÐURINN s: 5 19 84 84 KYNNIR EFTIRFARANDI EIGN

 

Fallegt vel skipulagt nýmálað sumarhús með hitaveitu. Símahlið er inn á svæðið og er húsið staðsett innarlega í sumarhúsabyggðinni og því lítil sem engin umferð við húsið. Húsið stendur á fallegri lóð með leiktækjum og fallegum gönguleiðum allt í kring. Stutt er í náttúruperlur s.s. Kerið og verslun, sundlaugar og þjónustu s.s. Minniborg, Þrastarlund, auk þess sem Selfoss og Laugarvatn eru ekki langt undan. Einnig er golfvöllur spottakorn frá svæðinu. Húsið er mikið bókað í ferðmannaleigu á árinu, og góðar tekjur. 

Skipting hússins: 
Tvö svefnherbergi, svefnloft, stofa, eldhús, baðherbergi, geymsluskúr, heitur pottur og góð verönd.

Forstofa, með smekklega ljósmáluðum panil á veggjum og hvítmáluðu lofti. Gott fatahengi og spónarparketi á gólfi. Gengt er upp á svefnloft frá forstofu. 
Svefnloft, undir súð, hvítmálað með spónarparketi á gólfi, opnanlegum glugga á gafli og öryggishliði við tröppur. 
Svefnherbergi I er á hægri hönd frá forstofu, ljósmálaður panill á veggjum, hvítmálað loft og spónarparketi gólfum. 
Svefnherbergi II (hjónaherbergið) er rúmgott, ljósmálaður panill á veggjum, hvítmálað loft og spónarparket á gólfi. 
Baðherbergi með sturtklefa, ljósmálaður panill á veggjum, hvítmálað loft, spónarparket á gólfi, smekklegur hvítur skápur undir handlaug og speglaskápur fyrir ofan handlaug. Opnanalegur gluggi er í rýminu. 
Stofan er samliggjandi eldhúsi. Hún er björt með góðum gluggum og rúmar rýmið vel hornsófa, sófaborð og sjónvarpskrók, gengt er út á pall frá stofu. Ljósmálaður panill á veggjum og hvítmálað loft.
Eldhús með nettri ljósri innréttingu, með ofni, vaski og rými fyrir ísskáp. Eldhúsborð/borðstofuborð rúmast í borðkrók gengt innréttingunni. 
Geymsluskúr er á palli þar sem er vatn, rafmagn og kynding. og t.f. þvottavél. Skúrinn er upphitaður. 

Húsið var málað að utan í sumar 2019 sjá sumarmyndir (myndir að hluta frá áður en húsið var málað, vetrarmyndir)

Nánari upplýsingar veitir Böðvar Reynisson löggiltur fasteignasali í sími 766-8484, netfang: [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum
   (sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. er 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald er breytilegt milli lánastofnanna. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 62.000.- m. vsk.

ERT ÞÚ Í SÖLU- EÐA ÚTLEIGUHUGLEIGÐINGUM? 
HAFÐU SAMBAND OG FÁÐU FRÍTT VERÐMAT OG RÁÐGJÖF

Eignamarkaðurinn ehf
Ármúli 4, 108 Reykjavík 
Sími: 5 19 84 84
Böðvar Reynisson, lögg. fasteigna- og skipasali
www.eignamarkadurinn.is 
[email protected]

VIÐ HUGSUM ÖÐRUVÍSI & FRAMKVÆMUM 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.